fimmtudagur, febrúar 06, 2003

Bylting?

Sem ég sat í tölvustofunni í morgun sá ég hvar Jóhann Alfreð Kristinsson var að fylla út eyðublað þar sem Einar Örn Gíslason var titlaður 'útvarpsstjóri'. Taldi ég að um byltingu væri að ræða og Gerður G. Bjarklind hefði verið gerð höfðinu styttri og musterið við Efstaleiti stæði í ljósum logum. Svo reyndist ekki vera því að þeir kumpánar voru einungis að sækja um það til útvarpsréttarnefndar að reka árshátíðarútvarp Framtíðarinnar.

Hjúkkett, segi ég nú bara.