þriðjudagur, mars 25, 2003

Gloria in excelsis deo

Latínublað 5.A er rétt ókomið út. Nú þarf ég bara að prófarkalesa PDF-skjalið og þá er allt klappað og klárt. (Guð minn góður, hversu óendanlega óteljandi mörg hundraðþúsund af PDF-skjölum hefur maður prófarkalesið sér til óbóta í gegnum tíðina? Ansi mörg.)

Nú er bara að vona að 98,7% máladeildarfólks í neðri bekkjum viðurkenni makt myrkranna og fari á fornmáladeild. They don't know the power of the Dark Side.

Everything is going as I have foreseen.