sunnudagur, mars 16, 2003

Hvers á ég að gjalda...
fyrir að búa á þessu landi? Ég komst að því áðan að Öldin þrettánda er komin út í tveimur bindum, og kostar hvert bindi 5.800 krónur!

5.800 krónur!

Hvað réttlætir svona verðlag? Mér er spurn! Dugar þetta ekki fyrir barnaskóla í tvö meðalstór afrísk þorp og ársbirgðum af mjólkurdufti? Það er kannski hvort eð er algjör firra að lesa Öldina þrettándu í stað Sturlungu, en samt!

Nei, nú verð ég að róa mig niður og gríp því til hlutverkaleiksins míns Ibsen på Italien: set á mig lonníetturnar mínar og fer niður að þorpsbrunninum til að vaske blekbyttuna mína og sjálfblekunginn. Ahhh.