mánudagur, mars 03, 2003

Nú er fokið í flest skjól
Ég var að fylgjast með Silfri Egils í endursýningu núna áðan. Þar kom þættinum að Steingrímur J. Sigfússon var að tjá sig um einhverjar kjarabætur svo talandi: „Unga barnafólkinu munar um þetta!“

Þegar menn sem hafa atvinnu af því að tala sjá ekki sóma sinn í því að beita réttri íslensku, ja, þá er einfaldlega fokið í flest skjól. Ég skora á fólk að kjósa flokk Steingríms ekki í komandi kosningum.