miðvikudagur, desember 24, 2003

Plan

Það sem ég ætla að gera fyrir stúdentspróf í enskum stíl: Kaupa mér The Oxford English Dictionary (viðamesta orðabók sem til er yfir enska tungu, 20 bindi (21.730 bls.) sem saman vega 62,6 kg) og heimta að skólinn borgi flutning á henni í prófstofu með vísan í setninguna „Í enskum stíl má nota ensk-enska orðabók“ en halda annars fram að mér hafi verið gróflega mismunað. Sem er auðvitað réttmætt því það er ekkert tekið fram hvaða orðabók má nota og það er ekkert skólans að svínbeygja nemendur til að einskorða sig við einhverjar heftandi og ekki-tæmandi einsbindisorðabækur og þeir mega ekki verða til þess að ég verði orðabókarfatlaður í prófinu. Nei. Uss. I know my rights.

Á einhver hundraðþúsundkall til að gefa mér til að kaupa The Oxford English Dictionary?