fimmtudagur, mars 04, 2004

Skilgreiningin á hugtakinu 'aldrei'

Menn heimta að Pajdakinn hefji bloggun. Það mun aldrei gerast. Ástæðurnar fyrir því eru:

1) Tómas er fortíðarsinni eins og þeir gerast svæsnastir;
2) Tómas á ekki gemsa og má af því ráða hversu andteknískur hann er í hugsun;
3) Stanislaw Poniatowski bloggaði ekki = Tómas bloggar ekki;
3 b) Bloggun samræmist ekki þeim heimi sem Tómas vill búa í, þar sem allir klæðast loðfeldum, dansa masúrka, lofsyngja Vasa-fjölskylduna og gera erfðatilkall til Svíþjóðar og Saxlands.

Q.E.D.

Jæja, má ekki vera að þessu. Ég þarf að fara heim að uppáklæðast.