laugardagur, maí 08, 2004

Danir

Ég hef ekki gerst svo frægur að horfa á dönsku útgáfuna af The Practice. Hún er sýnd á RÚV og nefnist Forsvar. Í auglýsingum fyrir þann þátt eru aftur á móti sýnd brot úr þættinum og þar kom fyrir hús í klassískum stíl sem ég get mér til um að sé hæstiréttur Danmerkur. Á frísunni getur að líta MED LOV SKAL LAND BYGGES og þegar ég sá það hugsaði ég: „Jess, helvítis Danirnir stela öllu steini léttara, maður, sbr. 'með lögum skal land byggja en með ólögum eyða'.“ Síðan fór ég að kanna málið og neinei, kemst að því að einhver eldforn Jyske Lov hefjast á orðunum „Mæt logh scal land byggæs“. Svo þetta er bara eitthvað samnorrænt eitthvað!

Jæja. Ég hef annars ekkert á móti Dönum og þrái heitast af öllu að ganga í Hið konunglega fjelag á Íslandi og öðlast titilinn lúðurþeytari. Hvar gerir maður það?