þriðjudagur, nóvember 16, 2004

„Dagur íslenzkrar tungu“

Fánaskreyttar auglýsingar í dagblöðum og hallelújasamkomur þar sem fólk er heiðrað fyrir „framlag sitt til tungunnar“. Menn hlaupa út af kontórnum og æða hver upp að öðrum á götu úti með gleðiraust og helgum hljóm um ágæti máls feðranna. Svona anzkotans þjóðernisfasjismus er náttúrulega óþolandi og ólíðandi auk þess sem hann er grófasta móðgun við fjölmenningarsamfélagið.

Ég ætla að halda til Lögbergs á Þingvöllum við Öxará, hella beizkum klór í fossinn og sletta málningu á fánann.