sunnudagur, nóvember 21, 2004

Dílemma (?)

Skyldu orðin ensemble og saman vera runnin af sömu rót?

Ekki get ég spurt kennara við Háskóla Íslands þar sem slíkt þætti án efa óvinsæl tímasóun. Ég dríf mig á skyggnilýsingu og spyr Rassinn að þessu. Hann hlýtur að vita þetta.

Reiður samnemandi og lesandi úr sal: „Af hverju flettirðu þessu ekki upp í bók, fæðingarhálfvitinn þinn?“

Svar: Vegna þess að ég er Atli Freyr Steinþórsson og stunda nám við akademíu til að grípa frumorsakir. Horæta!