þriðjudagur, febrúar 15, 2005

Accusativus exclamationis

Eins og það sé ekki nóg að vera vakinn og sofinn hóstandi með sárt nef og sára sál, þá er ég líka með stærsta munnangur í heimi rétt fyrir ofan neðri jaxl vinstra megin.

Einhvern veginn hefur mér tekist að bíta svona hressilega í mig svo að úr varð þrjátíu tonna svöðusár sem er að gróa núna. Alltaf þegar ég reyni að tyggja eitthvað verður það á milli tannanna, valdandi miklum kvölum.

O diem nigrum.