mánudagur, febrúar 14, 2005

Flemm

Ég geri fátt annað þessa dagana en stumra yfir klósettinu og fagna sársaukanum við það þegar slím í fjölbreytilegum litum yfirgefur prísund sína í nefholi eða hálsi.

Við eitt slíkt tækifæri áðan er ég leit í klósettpappírinn varð mér hugsað til leikrits eins skosks og sagði:

„Yet who would have thought the old man to have had so much phlegm in him?“

Sannar þetta enn þá kenningu mína að öllum hlutum megi lýsa með tilvitnun úr þessu skúspili.