þriðjudagur, febrúar 08, 2005

Samanburður á algildum eða Málsvörn málfræðings

Meltingarfæralæknir spyr: „Ég meina, þúst, það tala allir íslensku. Af hverju ættir þú að vita eitthvað meira um tungumálið en allir?“

Atli Freyr Steinþórsson svarar: „Það þurfa allir að kúka. Vita þá ekki allir allt um hvernig úróbílínógen breytist í saurbrúnku? Spurning um tillærða djúpvisku, góði.“