mánudagur, mars 21, 2005

Hvað á þetta eiginlega að þýða? Hvernig eiga 13 ára börn að lesa Passíusálmana? Hvernig ætla þau að hafa yfir Um útleiðslu Kristí úr þinghúsinu?

Með blóðskuld og bölvan stranga,
beiskum reyrð kvalahnút
áttum við greitt að ganga
frá guðs náð rekin út,
hrakin í heljar sút,
íklædd forsmánar flíkum,
fráskúfuð drottni ríkum,
nakin og niðurlút.


Ég fæ kjánahroll þegar ég ímynda mér roggna stelpu í bleikum jogginggalla með tíkarspena sem heldur að hún sé miðpunktur heimsins við að fá að lesa þetta. Hún hefur engar forsendur til að skilja hvað hún er að segja!

Engum er greiði gerður með svona fíflalátum, og allra síst Passíusálmunum.