þriðjudagur, mars 22, 2005

Ævintýri í tölvustofunni

Hvort sem þið trúið því eða ekki, þá situr við hlið mér kona af útlensku bergi brotin (suðurevrópsku líklega) sem er að pikka á lyklaborð yfir plastþynnu. Já, hún setti plastþynnu yfir lyklaborðið. Núna ætla ég að kýla hana kalda. Sjitt, kannski kann hún íslensku. Nei, nei, erlenda kona, ég (núna leit hún á mig) er ekki að hæðast að þér. Pikkaðu bara róleg á plastþynnuna þína.