þriðjudagur, apríl 05, 2005

Ég er orðlaus yfir þessari söguskoðun, svo illa ígrunduð er hún! Að segja að þrír helstu leiðtogar 20. aldar hafi litlu komið til leiðar er ámælisvert.

Að segja að Jóhannes Páll páfi II. hafi ekki haft nein áhrif á mannkynssöguna bara vegna þess að hann var „helvítis trúarleiðtogi“ er eins og að segja að Heinrich Heine hafi ekki haft nein áhrif á þýska ljóðlist bara vegna þess að hann var „helvítis gyðingur“.

Slíkur málflutningur er fordómafullur þvættingur, vanvirðing við áhrifamátt kirkjunnar og trúarhatur. Einnig þykir mér þetta lykta af andúð á stórmennasögu, sem póstmódernískum sósíalistasagnfræðingum er mjög töm um þessar mundir. Slíkir menn segja að öll afrek sögunnar séu eignuð tilteknum stórmennum og grey alþýðan liggi óbætt hjá garði. Án þess að vilja gera lítið úr þýðunnar ali, þá er það staðreynd að maðurinn er hjarðdýr sem fylkir sér um viljasterk stórmenni sem móta söguna í sinni mynd.

Kirkjuhatur og vantrú á mennskan anda heyrir sögunni til. Sú tóma öld og kalda sem liðin er getur aðeins leitt eitt í öndvegi: hughyggju og trú. Að öðrum kosti verður hefðarrof sem býr mannsandanum hátt fall.

Góðir hálsar: Ég boða ykkur guðs öld og trúmennsku!