fimmtudagur, apríl 14, 2005

Ég var byrjaður á reiðifærslu þar sem ég kallaði Íslenska hómilíubók „illa og hráslagalega þýddan latínuversjónavaðal“, en rak þá augun í þetta paragraf:

Setupallar kirkjunnar merkja vorkunnláta menn, þá er hægja meinum óstyrkra náunga í vorkunnlæti, svo sem pallar veita hógindi sitjöndum.

Skólabókardæmi um af hverju kristnin lifði af: Nógu helvíti einfalt líkingamál sem vér almenningur skiljum og getum tileinkað okkur. Jesús Jósefsson var meistari í þessu. Þetta er til dæmis ástæða þess af hverju enginn á eftir að muna eftir Jacques Derrida að tvö þúsund árum liðnum.

Íslenskri hómilíubók er hér með fyrirgefið.