sunnudagur, apríl 10, 2005

Rödd frá liðnu sumri

Áðan fann ég tvær færslur í drafts-fólderinu sem ég skrifaði í júlí 2004 en lagði ekki í að birta af einhverjum ástæðum. Kannski hef ég ekki ýtt á publish-takkann og gleymt síðan færslunum. En þær standa fyrir sínu og birtast hér að neðan. Ég hef að vísu gleymt hvaða mark þetta var sem ég dylgjaði um. Einnig sést hvað minnið um óþolandi smástelpur með tíkarspena hefur fylgt mér lengi.