miðvikudagur, apríl 06, 2005

Það sem stuðar mig aðallega við færslu Arngríms er setningin: „Auk þess getur ekkert gott komið af stofnanavæddum trúarbrögðum.“

Allir kúltíveraðir menn (sem ég geri ráð fyrir að Arngrímur sé) ættu að gera sér grein fyrir að vestræn menning hvílir á kristindóminum. Án hans værum við ekki það sem við erum.

Annars nenni ég ekki að ræða kirkjuna sem slíka eða leiðtoga tiltekinna kirkjudeilda. Mig langar frekar að ræða hreina þeólógíu. Þess vegna læt ég umræðunni um mennska birtingarmynd trúarinnar lokið og tek þráðinn upp í næstu færslu.