sunnudagur, júní 12, 2005

Afsökun

Mér til gamans gúglaði ég orðin nýr þulur áðan. Kom þá í ljós að hún Sísí átti sitthvað vantalað við mig fimmtudaginn 9. júní:

Áhersluvilltur þulur
Nýr þulur á Gufunni sem leggur áherslu á vitlausa hluta orða, t.d. Síminn og Blómaval. Fokkíngs fáviti. Klóra úr honum augun og tunguna með reyklausum fingrum mínum.
posted by Sísí at 11:02

Fyrirgefðu, Sísí. Það er það eina sem ég get í raun og veru sagt.