mánudagur, ágúst 15, 2005

Mér líkar það mjög vel þegar fólk kemur til dyranna eins og það er klætt, reynir ekki að villa á sér heimildir og þorir að segja skoðanir sínar umbúðalaust, þó að sjálfsögðu af fullri kurteisi.

Þess vegna fagna ég þessari frétt. Mér finnst hún mjög góð. Ég hef sömu forsendur og Viktoría (sem myndi útleggjast Sigríður á norræna tungu) þegar ég lýsi yfir viðbjóð mínum á tónlist á borð við Aphex Twins og Rolling Stones. Mér finnst mjög gaman að skoðanir mínar stangist rækilega á við meirihlutans. Þess vegna skil ég Victoriu Beckham, þó að hún sé hinum megin á spektrúminu.