miðvikudagur, október 26, 2005

Forfrömun

Ég er forframaður. Ég er hættur að segja ['komment] og ber það nú fram eins og franska væri. Dæmi: Heyrðu mig, þú [komm'ong]-taðir á síðuna mína í gær. Það var vont [komm'ong].

Þá heitir bandaríski kvikmyndagagnrýnandinn Leonard Maltin ekki ['maltin] heldur [mal'tang]. Dæmi: Já, ég sá í bók nokkurri að [mal'tang] gæfi þessari mynd BOMB.