laugardagur, október 15, 2005

Snyrtilegt

Hvað hugsar þú þegar þú sérð útvarpsþátt auglýstan sem heitir Bókmenntaárið 1955: „Hmm, hvað skyldi nú verða fjallað um þar?“

Það var því léttir að sjá þessa kynningu:

Bókmenntaárið 1955

Í þessum þáttum er sagt frá atburðum á bókmenntasviðinu á þessu ári (fyrir utan Nóbelsverðlaunin til Halldórs Laxness). Á árinu komu út ýmis merkileg skáldverk sem mörkuðu tímamót. Hér er greint frá viðburðum í útgáfuheiminum, sagt frá merkustu ljóðabókum og skáldsögum ársins, lesið úr þeim og flutt brot úr leikgerðum.

Umsjónarmaður: Gunnar Stefánsson


Snyrtilegt. Það finnst mér. Eins og að gera útvarpsþáttinn Íslendingasögur sem gerast að stærstum hluta í Haukadal í Dýrafirði og sleppa því sérstaklega að tala um Gísla sögu.

Uppfært 18. 10. 2005: Þetta var hinn skemmtilegasti þáttur, stórkostlegt að heyra Hannes Pétursson og Jóhannes úr Kötlum lesa ljóð eftir sig. Gamlar upptökur eiga mjög við mig. Umfjöllun um Halldór Laxness hefði fært þáttinn allan úr lagi, þannig að hann átti ekkert heima þarna. Gagnrýni mín átti því ekki rétt á sér.