mánudagur, nóvember 21, 2005

Í dag fékk ég bréf númer 3. Það var frábrugðið hinum bréfunum að því leyti að í því var bara stafarunan „Ó ó ó ó ó ó ó ó ó ó ó“ á víð og dreif um blaðið og sem fyrr klippt út úr Morgunblaðinu.

Sko. Ef einhver lesandi þessarar síðu er að þessu mér til hrellingar má sá hinn sami alveg fara að gefa sig fram og við getum hlegið að þessu saman. Að öðrum kosti verður að gera eitthvað í þessu.