þriðjudagur, nóvember 22, 2005

Ég elska bókmenntateoríu

Skyndilega eru Straumar og stefnur og Þórbergur Þórðarson uppáhaldsnámskeiðin mín. Guði sé lof fyrir strúktúralisma og Suðursveit. Hatur mitt á bókmenntateoríu hefur nú sefast mjög, reyndar svo að ég vakti í alla nótt og hlustaði á impressjónísk hljómveitarverk og las nokkrar greinar eftir Derrida og Foucault. Það er svolítið eftirtektarvert hvað þessi skrif eru glæsileg og merkingarþrungin ef maður les þau fordómalaust.