laugardagur, desember 24, 2005

00:00:00 GMT

Fólki eins og mér sem er hrifið af aukaatriðunum í tilverunni hlýnar um hjartaræturnar að frétta af mönnum sem láta sig svona hluti miklu varða.

En hvernig verður þá tímamælingin á atómklukkunni sem ég hef fyrir framan mig í vinnunni?

23:59:59, 00:00:00, og svo aftur 00:00:00 og síðan 00:00:01?

Eða: 23:59:59, og svo aftur 23:59:59, síðan 00:00:00, 00:00:01?