laugardagur, janúar 07, 2006

Uppfært um áramótaskaup

Það sem kemur mér mest á óvart varðandi þetta mál allt saman er hversu yfirvættisjákvæð fjölmiðlaumfjöllun um þetta er. Spurning dagsins, hvernig fannst þér? „Bara alveg frábært, ég og mitt heimilisfólk allve bara veltustumst um...st af hlátri.“ „Ja, við vorum sko sátt, kvennaskaup á kvennaári ha.“

Engum engum engum engum sem ég hef talað við hefur legið gott orð til þessara mistaka.

Ég gafst upp á þessu þegar fimm mínútur voru eftir og fór að blasta Brennið þið vitar í Bang og Olufsen eins og hefð er fyrir í Útvarpi Reykjavík á gamlárskvöld. Það var stórfenglegt.