sunnudagur, ágúst 06, 2006

Tvær þjóðir í einu landi

Einu sinni var ég spurður hvort ég drykki ekki bara líka kók með ítölskum mat en ekki rauðvín. Þegar ég sagðist iðulega drekka kók með ítölskum mat horfði spyrjandi á mig eins og ég hefði sagst skeina mig til hátíðabrigða á jólunum og jafnvel ekki einu sinni þá.