mánudagur, nóvember 20, 2006

Atli í eggi

Nú var það ég sem átti frumkvæði að því að flytja að heiman. Samt sem áður mætti pabbi til mín í gær, gróf bílinn minn út úr skafli, sópaði hverri einustu snjóörðu af honum og hringdi svo í mig þegar mér var óhætt að koma út. Svo fór hann aftur heim til sín. Mér finnst eins og hann hafi samviskubit yfir því að hafa rekið mig að heiman, sem hann gerði ekki.