laugardagur, janúar 13, 2007

Annað fólk

Stundum ber það við að á strendur mínar sigla bloggsíður skrifaðar af gáfuðu, fyndnu og hugsandi fólki sem ég hafði að öðru leyti ekki hugmynd um að drægi andann. Mér finnst þetta ánægjulegt því ég starfa samkvæmt vinnureglunni „fáviti until proven otherwise“. Þetta er jafnframt ástæða til örvæntingar því meðan sama fólk valsar um þjóðfélagið á stímandi gáfum, fyndni og hugsun þarf ég að kljúfa skafl af fávitum á vegferð minni, jafnvel á leið minni frá útidyrahurð út á gangstétt.