fimmtudagur, maí 29, 2008

Margrét

AF HVERJU VILTU EKKI TALA VIÐ MIG Á GÖNGUNUM Í VINNUNNI AF HVERJU VILTU ÞAÐ EKKI ER ÞAÐ AF ÞVÍ AÐ ÉG ER SVO ERFIÐUR HA? AF HVERJU VILTU EKKI GANGAST VIÐ ÞVÍ AÐ ÞEKKJA MIG AF HVERJU?!

þriðjudagur, maí 27, 2008

ERFIÐUR

DJÖFULL ER ÉG ÓGEÐSLEGA ERFI nei ég er að grínast. Hins vegar er Rachmaninov erfiður. Hvernig er hægt að semja píanókonserta sem er ógerningur að muna eitthvað úr? Ég blanda öllum þessum laglínum saman og átta mig ekki stundinni lengur á því hvaðan hver kemur.

fimmtudagur, maí 22, 2008

Erfiður

Ég er svo erfiðuuuuuuuuuuuuuuuuuuur í mannlegum samskiptuuuuuuuuuuuuum.

miðvikudagur, maí 21, 2008

Erfiður

Ég er svo erfiður.

þriðjudagur, maí 20, 2008

Le vice anglais

Ef það er eitthvað óþolandi við enska kóra, þá er það notkun drengjasóprana í stað kvenna. Drengjasópran er leiðinlegt registur sem skapar veimiltítulega tilfinningu fyrir ófullkomleika og vanþroska og stendur súblímum tilfinningum fyrir þrifum.

laugardagur, maí 17, 2008

Gleðilega Jones-viku

Atriðið þegar hann hitti Hitler á bókabrennu í The Last Crusade. Sex ára börn um allan heim hugsuðu: „Ég ætla að hafa áhuga á mannkynssögu.“

Takk, Indiana Jones.

miðvikudagur, maí 14, 2008

Mmmmmmmmm


Komdu og borðaðu ísinn, vinur. Viltu borða hann með skeið eða sleikja hann af mér?

mánudagur, maí 05, 2008

Mamma eða Mötun upplýsinga fer úr böndunum eða Svona hrynja einræðisríki

M: Ég er ósátt við bloggið þitt.
É: Vá. Ha? Vissir þú af tilvist internetsins?
M: Mér fannst þetta um að [deletum] vera ósmekklegt og ekki fyndið.
É: Hvernig komst þú inn á síðuna mína? Ég hef aldrei sagt þér slóðina. Fórstu á Google? Hver kenndi þér á Google?
M: Þetta var ekki fyndið.
É: Þarf ég núna að fá mér aðra bloggsíðu eða hvað?
M: Ég finn hana líka.

fimmtudagur, maí 01, 2008

America's Funniest Home Videos

Maður sem lætur nudda sig á tígrisdýrasundskýlu á sólarströnd getur nú ekki verið alslæmur.