fimmtudagur, desember 02, 2004

Innsbruck, ich will dich nie verlassen

Í stað þess að auðga andann á Senecu sit ég hér í litlu kjallaraherbergi Santr du long, vergeude meine Zeit og læri austurríska þýsku. Hér sitja einnig útlendingar með augun límd á sjónvarpsskjám að horfa á Djöflaeyjuna, Börn náttúrunnar og Íslenska drauminn. Allt með enskum texta. Kynna sér íslenska menningu.

Útlendingurinn skellti upp úr áðan þegar Baddi steig út úr kagganum með sólgleraugun og rettuna í munnvikinu. Ég ætla að gefa mig á tal við hann á eftir og fræða hann um „ástandið“ og hvernig það hafði áhrif á kvennamál Steins Steinarrs.

Nei, vá. Gísli Halldórsson er núna að leika á öllum sjónvarpsskjám sem ég sé til.

Spurning dagsins: Hvernig segir maður koss á austurrísku? Busserl!