Tvö orð mér áður ókunn
Á vormisseri kennir mér Rússlendingur nokkur gagnmenntaður Eddu list og Eddu reglu í námskeiðinu Goðsögur, hetjur og dulúð. En Rússlendingurinn er með kjarnyrt orðfæri. Í kennsluáætluninni segir:
Kennslufyrirkomulag: Auk fyrirlestra er stefnt að því að nota Uglu í námskeiðinu, setja þangað punkta úr fyrirlestrum (kraftbendilsglærur / Word-skjöl), nauðsynlegar greinar og annað efni sem hefði annars verið í formi dreifilda.
Yelena Sesselja Helgadóttir Yershova heitir Rússlendingurinn. Það er flott, nokkurs konar krossbragð eða chiasmus á röðinni: erl ísl / ísl erl. Mér finnst annars umritunin á nafninu til algjörrar fyrirmyndar. Ég get mér þess til að faðir hennar hafi heitið Oleg Yershov og hún umritað í Helgi.
Nákvæmlega svona hef ég barist fyrir því að Dorrit Moussaieff riti nafn sitt. Velji sér hliðstæðar íslenskar orðmyndir þar sem það er hægt og skrifi síðan undir með -dóttir: Þuríður Salómonsdóttir, enda heitir faðir hennar Shlomo Moussaieff.
Ég er kominn á fremsta hlunn með að skrifa Dorrit áskorun.
Á vormisseri kennir mér Rússlendingur nokkur gagnmenntaður Eddu list og Eddu reglu í námskeiðinu Goðsögur, hetjur og dulúð. En Rússlendingurinn er með kjarnyrt orðfæri. Í kennsluáætluninni segir:
Kennslufyrirkomulag: Auk fyrirlestra er stefnt að því að nota Uglu í námskeiðinu, setja þangað punkta úr fyrirlestrum (kraftbendilsglærur / Word-skjöl), nauðsynlegar greinar og annað efni sem hefði annars verið í formi dreifilda.
Yelena Sesselja Helgadóttir Yershova heitir Rússlendingurinn. Það er flott, nokkurs konar krossbragð eða chiasmus á röðinni: erl ísl / ísl erl. Mér finnst annars umritunin á nafninu til algjörrar fyrirmyndar. Ég get mér þess til að faðir hennar hafi heitið Oleg Yershov og hún umritað í Helgi.
Nákvæmlega svona hef ég barist fyrir því að Dorrit Moussaieff riti nafn sitt. Velji sér hliðstæðar íslenskar orðmyndir þar sem það er hægt og skrifi síðan undir með -dóttir: Þuríður Salómonsdóttir, enda heitir faðir hennar Shlomo Moussaieff.
Ég er kominn á fremsta hlunn með að skrifa Dorrit áskorun.
<< Home