þriðjudagur, október 24, 2006

Hugmyndir mínar um starf mitt

Félagi minn Jón Hannes segir frá dásamlegum og hressandi atburði. Þetta er skemmtilegast í ljósi þess að ákveðnir persónuleikar í þularstétt stunduðu þetta á árum áður þegar þeim mislíkaði eitthvað í dagskránni. Þá slökktu þeir bara á útsendingunni, nú eða léku harmonikkutónlist ofan í hana. Þetta er siður sem þarf að endurvekja, til dæmis með viðbót við útvarpsfrumvarpið:

„Nú verður dagskrá Ríkisútvarpsins til þess að gera vakthafandi þul gramt í geði, til að mynda óæskilegar/hálfvitalegar skoðanir eða heimskandi málfar, þar með talið rangur framburður. Hefur hann þá óskorað vald til að rjúfa útsendingu með þrjátíu sekúndna ærandi ýli, svo oft sem þurfa þykir. Skal útbúinn rauður hnappur á stjórnborði þular í þessum tilgangi.“