fimmtudagur, nóvember 30, 2006

Ágreiningur við yfirvaldið

Yfirvaldið notaðist aðeins við tvær árstíðir sem afmarkast samkvæmt fornri hefð, vetur og sumar, en ég lifi í svo brotakenndum og póstmódernum veruleika að ég túlka júní, júlí og ágúst sem sumarmánuði; og þannig september, október og nóvember sem haust; desember, janúar og febrúar sem vetur; og mars, apríl, maí sem vor.

Ef sú dásamlega og fréttnæma stofnun Ríkisendurskoðun hefði gefið út skýrsluna í nóvember hefði ég sagt „í nóvember í haust“ en yfirvaldið „í nóvember í vetur“. Fréttamanninum hefði hins vegar verið alveg skítsama og sagt bara eitthvað.