laugardagur, júní 23, 2007

Angela Merkel

Ákafir fylgjendur ljósvakafrétta hafa tekið eftir því að kanslari Þýskalands, Angela Merkel, tjáir sig aldrei við erlenda fjölmiðla öðruvísi en á þýsku.

Þjóðverjar eru orðnir þreyttir á því að vera alþjóðlegt stórveldi án þess að eiga fast sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og að þýska skipti engu á alþjóðavettvangi, hún er til dæmis ekki eitt af opinberum tungumálum nefndra Sameinaðra þjóða.

Uppgangur Þýskalands á öllum sviðum er yfirvofandi.