miðvikudagur, júlí 09, 2003

Tölvufræði

Nú kemur það í hausinn á mér að hafa ekki fylgst nógu vel með í tölvufræði eftir áramót í fjórða bekk. Ég er lamaður í vinnunni þar sem ég get ekki fengið út úr Excel það sem ég vil, eins einfalt og það er. Ég er með langa runu af kennitölum og vil sortera þær eftir fæðingarári vedkommende (til hvers að stafa hráar dönskuslettur upp á íslensku, á maður ekki bara að fara alla leið fyrst maður er að þessu?).

Hvaða helvítis fall nota ég til að sortera eftir ákveðnum tölum í leitarstrengnum?!

Excel-kennslubækurnar (maður er jo á bókasafni) eru dular og láta lítið uppi.

Nogen?