þriðjudagur, nóvember 30, 2004

Ó Hagkaup, það markaðstorg guðanna! Í háreistum marmarasölum Kringlunnar rann ég á yndisilm ávaxta og (m)unaðarvöru og festi kaup á skeppu af sætum granateplum og vænum bita af höfgum parmesankæsi. Þegar ég hafði satt mig á þessu settist ég niður og lét mér líða svona.