Af Kelaklaninu
Ég vaknaði í morgun kl. 11 við það að mamma var að tygja sig til brottferðar. „Æi, ég er að fara að setja rúllur í mömmu og svo erum við að fara á bingó hjá Hríseyingafélaginu. Viltu koma með?“
Bingó hjá Hríseyingafélaginu kl. 14. Ég bókstaflega heyrði smjörlíkið steikjast á pönnunni og brenna við. Ég fór með mömmu til ömmu og skrúfaði upp í Sunnudagsþættinum og Silfri Egils þar sem hárblásarinn hefði annars yfirgnæft viðtækið. Katrín Jakobsdóttir! Ég vil ekki skipta um þjóðsöng. Stefán Snævarr! Þú ert frábarr.
Skipholt 70, kl. 13:39. „Og svo ef einhver spyr þig, Atli minn, þá ertu af ættinni hans Kela.“ Leiddi ömmu yfir hálkuna á bílastæðinu og hún réðst á fyrstu gráhærðu konuna sem hún sá og kyssti á kinnina.
Agnar afabróðir: „Jæja, vinur, þú ert bara kominn með skegg og svona. Jájá. Hvað ertu að gera?“ AFS: „Ja, ég er bara í háskólanum ... í íslensku og latínu.“ Virðingarfull og heilög þögn. Sotto voce: „Laaaaaatínu?“
Á einu borði var græn bingóspjaldahrúga. Ég tók upp tvö en leist ekki nógu vel á annað. Það var eitthvað við það sem pirraði mig þannig að ég tók annað. Borgaði 500-kall og settist. Við hliðina á mér sat lágvaxin þéttholda kona. Hún beygði sig aðeins fram og sagði við dóttur sína: „Sjáðu manninn sem situr við vegginn þarna hinum megin. Er þetta ekki einn af Dennu krökkum? Það er alveg Lambhagasvipurinn með honum.“
Allt í einu fór sælustraumur um hverja mína taug.
„Jæja, velkomin, gaman að sjá ykkur. Líka gaman að sjá Sævar Sævarsson og Jón Pétur hérna í fyrsta skipti. Við í nefndinni erum orðnar svo miklar druslur að finna ykkur öll.“ Tveir gamlingjar með lifrarbletti standa upp og veifa höndunum og allir klappa fyrir þeim og hlæja. Mamma: „Haha, sjáðu þessa, Atli, þetta voru mestu æringjarnir í Hrísey, alveg sko ...“
„Þá er það bara fyrsta bingó. Spila lárétt.“ B 14, I 21, N 39, G 48, O 63. Stendur heima. Það var bingó á spjaldinu sem mér leist heldur á!
Í hátalarakerfinu: „Haha, þú verður nú að koma upp, ég ætla ekki að sækja þetta til þín.“ Karfa með hamborgarhrygg, grænum baunum, rauðkáli og niðursoðnum perum. Hríseyingar Reykjavíkur klappa fyrir mér á sviðinu.
Bingó tvö, bingó þrjú, hlé. Þéttholda konan snýr sér að mér og segir: „Jæja, þú ert bara heppinn. Af hvaða ætt ert þú?“ AFS: „Uuu, ég er af ættinni hans Kela, sko.“ „Jájá, ég þekkti hann Guðjón frænda þinn!“
Tvær litlar stelpur hlaupa að mér. S1: „Varst þú að vinna? Við erum ekki búnar að vinna neitt. Ég kom hingað fyrst þegar ég var sex ára og hún þegar hún var fimm.“ S2: „Nei, ég var fjögra, manstu ekki, svo fórum við heim til þín í Bólstaðarhlíðina.“
Áfram. Bingó fjögur. Bingó fimm: „Jæja, bingó í kross.“ B 5, I 17, N 43, G 54, O 61. Bingó á hinu spjaldinu mínu! Kertaskreyting og konfekt í vinning!
Á leið minni upp á svið öskraði ljóshærð kona sem ég hef aldrei séð áður að mér af lífs og sálar kröftum: „TIL HAMINGJU!!!“ Frægasti Hríseyingurinn, Árni „Lilli klifurmús“ Tryggvason var þarna líka og kallaði: „Þú mátt ekki taka þetta allt frá okkur maður!!!“ Flissaði. Allir Hríseyingar Reykjavíkur taka undir með honum og hlæja að mér.
Allt búið. Agnar afabróðir við ömmu: „Jæja, Ingibjörg! Þetta helst þá í ættinni! Það fá bara andskotann allir bingó sem koma með þér!“ Sem er alveg rétt sögulega séð.
Ég leyfi mér að vitna í verk ævisöguritara míns, Æviminningar Álftnesings: „Víst var mikil spenna kringum Gettu betur á sínum tíma og tilfinningin þegar ég tók við Hljóðnemanum yfirþyrmandi. Það var þó hjómið eitt hjá bingói Hríseyingafélagsins 2004. Aldrei, hvorki fyrr né síðar, fann ég til slíks stolts og þegar ég hampaði hamborgarhryggnum góða.“
Ég vaknaði í morgun kl. 11 við það að mamma var að tygja sig til brottferðar. „Æi, ég er að fara að setja rúllur í mömmu og svo erum við að fara á bingó hjá Hríseyingafélaginu. Viltu koma með?“
Bingó hjá Hríseyingafélaginu kl. 14. Ég bókstaflega heyrði smjörlíkið steikjast á pönnunni og brenna við. Ég fór með mömmu til ömmu og skrúfaði upp í Sunnudagsþættinum og Silfri Egils þar sem hárblásarinn hefði annars yfirgnæft viðtækið. Katrín Jakobsdóttir! Ég vil ekki skipta um þjóðsöng. Stefán Snævarr! Þú ert frábarr.
Skipholt 70, kl. 13:39. „Og svo ef einhver spyr þig, Atli minn, þá ertu af ættinni hans Kela.“ Leiddi ömmu yfir hálkuna á bílastæðinu og hún réðst á fyrstu gráhærðu konuna sem hún sá og kyssti á kinnina.
Agnar afabróðir: „Jæja, vinur, þú ert bara kominn með skegg og svona. Jájá. Hvað ertu að gera?“ AFS: „Ja, ég er bara í háskólanum ... í íslensku og latínu.“ Virðingarfull og heilög þögn. Sotto voce: „Laaaaaatínu?“
Á einu borði var græn bingóspjaldahrúga. Ég tók upp tvö en leist ekki nógu vel á annað. Það var eitthvað við það sem pirraði mig þannig að ég tók annað. Borgaði 500-kall og settist. Við hliðina á mér sat lágvaxin þéttholda kona. Hún beygði sig aðeins fram og sagði við dóttur sína: „Sjáðu manninn sem situr við vegginn þarna hinum megin. Er þetta ekki einn af Dennu krökkum? Það er alveg Lambhagasvipurinn með honum.“
Allt í einu fór sælustraumur um hverja mína taug.
„Jæja, velkomin, gaman að sjá ykkur. Líka gaman að sjá Sævar Sævarsson og Jón Pétur hérna í fyrsta skipti. Við í nefndinni erum orðnar svo miklar druslur að finna ykkur öll.“ Tveir gamlingjar með lifrarbletti standa upp og veifa höndunum og allir klappa fyrir þeim og hlæja. Mamma: „Haha, sjáðu þessa, Atli, þetta voru mestu æringjarnir í Hrísey, alveg sko ...“
„Þá er það bara fyrsta bingó. Spila lárétt.“ B 14, I 21, N 39, G 48, O 63. Stendur heima. Það var bingó á spjaldinu sem mér leist heldur á!
Í hátalarakerfinu: „Haha, þú verður nú að koma upp, ég ætla ekki að sækja þetta til þín.“ Karfa með hamborgarhrygg, grænum baunum, rauðkáli og niðursoðnum perum. Hríseyingar Reykjavíkur klappa fyrir mér á sviðinu.
Bingó tvö, bingó þrjú, hlé. Þéttholda konan snýr sér að mér og segir: „Jæja, þú ert bara heppinn. Af hvaða ætt ert þú?“ AFS: „Uuu, ég er af ættinni hans Kela, sko.“ „Jájá, ég þekkti hann Guðjón frænda þinn!“
Tvær litlar stelpur hlaupa að mér. S1: „Varst þú að vinna? Við erum ekki búnar að vinna neitt. Ég kom hingað fyrst þegar ég var sex ára og hún þegar hún var fimm.“ S2: „Nei, ég var fjögra, manstu ekki, svo fórum við heim til þín í Bólstaðarhlíðina.“
Áfram. Bingó fjögur. Bingó fimm: „Jæja, bingó í kross.“ B 5, I 17, N 43, G 54, O 61. Bingó á hinu spjaldinu mínu! Kertaskreyting og konfekt í vinning!
Á leið minni upp á svið öskraði ljóshærð kona sem ég hef aldrei séð áður að mér af lífs og sálar kröftum: „TIL HAMINGJU!!!“ Frægasti Hríseyingurinn, Árni „Lilli klifurmús“ Tryggvason var þarna líka og kallaði: „Þú mátt ekki taka þetta allt frá okkur maður!!!“ Flissaði. Allir Hríseyingar Reykjavíkur taka undir með honum og hlæja að mér.
Allt búið. Agnar afabróðir við ömmu: „Jæja, Ingibjörg! Þetta helst þá í ættinni! Það fá bara andskotann allir bingó sem koma með þér!“ Sem er alveg rétt sögulega séð.
Ég leyfi mér að vitna í verk ævisöguritara míns, Æviminningar Álftnesings: „Víst var mikil spenna kringum Gettu betur á sínum tíma og tilfinningin þegar ég tók við Hljóðnemanum yfirþyrmandi. Það var þó hjómið eitt hjá bingói Hríseyingafélagsins 2004. Aldrei, hvorki fyrr né síðar, fann ég til slíks stolts og þegar ég hampaði hamborgarhryggnum góða.“
<< Home