sunnudagur, nóvember 28, 2004

Kæra dagbók

Í dag komst ég að því að ég er ekki kvenmaður. Ég komst einnig að því að íslenskt samfélag er viðsjárverðara en ég hugði.

Í fávitsku minni hafði ég ekki hugmynd um að þetta gerðist á þessari eyju.

Þetta hefur þá verið ástæða þess að stelpan sem ég mætti hjá Kristskirkju eftir Oktoberfest færði sig yfir á hinn vegarhelminginn. Næst þegar ég mæti konu einn að kvöldlagi ætla ég að verða fyrri til og færa mig yfir á hinn vegarhelminginn, taka ofan hinum megin vegar og kalla glaðleg ávarpsorð til hennar svo að henni líði betur.