föstudagur, desember 03, 2004

Fornsögur órar liggja víða

Óskammfeilinn maður benti mér á eina af mörgum myndbandsupptökum sem fá má á lýðvefnum. Ég ætla ekki að linka á hana en læt nægja að segja að þar var maður í hlutverki Hrúts Herjólfssonar og kona í hlutverki Unnar Marðardóttur.

Njála hefur öðlast nýja vídd í huga mér. Hvað hefði Sigurður Nordal haft um þetta að segja?