sunnudagur, desember 26, 2004

Minningar

Man einhver eftir Seinfeld-þættinum þar sem Mister Peterman ætlaði að reka Elaine fyrir að hata The English Patient með Ralph [reif] Fiennes?

Man einhver líka eftir þættinum þar sem Mister Peterman var í símaklefa í Búrma að tala við Elaine? Allt í einu fór hann að öskra eitthvað á mjög ofsafenginn hátt og Elaine varð voða hrifin, fór að nudda símasnúruna og spurði: "Mister Peterman, you speak Burmese?"

Þá hallaði Mister Peterman undir flatt, brosti föðurlega og sagði með hægð: "No, Elaine. That ... was gibberish."

Ó hve seinfeldsk trívíalítet sem skipta engu máli í kosmísku samhengi geta verið fyndin. Slíkur (gyðinglegur) húmor er í hávegum hafður í hinum stórfenglegu þáttum Curb Your Enthusiasm sem enginn virðist horfa á nema ég.

Mig langar í þessa bók. Kaflaheitin segja a.m.k. flest sem segja þarf.