laugardagur, desember 25, 2004

Naktir trjábolir syngja hér Fremd bin ich eingezogen, fremd zieh' ich wieder aus

Hér tala menn lúxembúrgísku, golfrönsku sem ég skil ekki; dekonstrúeraða þýsku einhvern veginn.

Dæmi: á mjólkurfernum í þessu landi stendur Frësch mëllech. Sem er það sama og Frische Milch á þýsku. Á lúxembúrgísku er þetta borið fram eins og skrifað væri á þýsku frösch möllösch.

Ég fór í heimsókn í gær til hjónanna Franz og Filomene Schröder og hlustaði þar á golfrönskutalsmátann. Tjáði þeim síðan að mér fyndist erfitt að skilja lúxembúrgísku og ætti kannski að læra hana. Zeit verloren, Zeit verloren! öskraði Franz þessi á mig og otaði að mér puttanum. Úr munni sem hafði þetta þó að móðurmáli sínu!

Ég held ég sé sammála honum. Eða hvað hefur athugunarvert verið skrifað á lúxembúrgísku?