þriðjudagur, janúar 11, 2005

Ég er höggdofa

Vínarborg. Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja þannig að ég segi bara eitthvað. Hólí moðer of kræst, það er allt áhugavert í þessari borg. Maður stendur á götuhorni og þar eru óendanlega merkilegar byggingar. Síðan snýr maður sér við og þar er enn merkilegra um að litast.

Eins og ágætur maður sagði, þá er allt úr gulli í þessari borg. Allt. Líka almenningssalernin. Allar styttur eru af englum að blása í gullna lúðra. Ekki misskilja mig, slíkt er mitt element, en svona mikið af manns elementi verður bara orgasmískt.

Svo fór ég þrisvar sinnum í Vínaróperuna. Gamla raðfullnægingin.