miðvikudagur, febrúar 09, 2005

Samlagningaratriði

Ein bókavarðína á Landsbókasafninu er klædd eins og fiðrildi í dag: bleik ennisspöng með fálmurum, bleikur fjaðurtrefill og bleikir vængir á bakinu. Hún valsaði um hérna áðan og raðaði bókum í hillu.

Í skamma stund taldi ég ínuna brostna á geði en mundi síðan eftir öllum litlu krökkunum á Hafnarfjarðarveginum í morgun sem börðust við að halda í ljósastaura með litlu höndunum sínum svo þau fykju ekki út á rúmsjó í fínu Leikbæjarmúnderingunum og dræpust.

Ég hins vegar er klæddur sem örvæntingarfullur háskólanemi í dag.