þriðjudagur, september 20, 2005

Þannig er ég mísanþróp. Reyndar aðeins að ákveðnum skilyrðum orgösmuðum, eins og lýst hefur verið, en þess á milli er ég fílanþróp. Fílanþrópísku ástandi mínu er stöðugt spillt; það er til mikið af fólki sem efast um réttmæti mitt til ákveðinna aðgerða, skoðana og tilfinninga og stendur í vegi fyrir mér, og því mætti orða heimspekikerfi mitt í mottóinu: Warum gibt es Leute?

Hvers vegna er þetta fólk til? Hvaða tilgangi þjónar það eiginlega? Til hvaða réttar skírskotar fólk sem ákveður að standa í vegi fyrir mér? Að mínu áliti hafa andskotar mínir nauman rétt til þess að vera andskotar mínir.