miðvikudagur, október 26, 2005

Oddi er eins og flugvöllur

Fútúrískur arkítektúrinn og pólýglottískt tungutakið sem bergmálar úr hverju fjölmenningarlegu horni leggst á eitt við að knýja fram söknuð eftir „[bínnnng bannng bonnnng] Passagerer bedes om opmærksomhed ...“ Þetta hugsa ég þegar ég heyri ekki í sjálfum mér hugsa við lesborðin, horfi á útlendingana tveimur hæðum fyrir neðan og sakna fokdýrrar samloku af barnum og týnds vegabréfs.