mánudagur, janúar 16, 2006

Diaphragm picked-up

Þegar Una tjáði umheiminum að hún væri komin með hettusótt fékk ég taugaáfall og hringdi í brjálæðiskasti í mömmu og öskraði á hana að finna bólusetningarkortið mitt. Þegar hún sagðist vera með gesti hjá sér öskraði ég svo hátt á hana að hún missti næstum því símtólið. Síðan þegar það uppgötvaðist að ég hefði aldrei verið sprautaður ætlaði ég að vaka alla nóttina og fara um leið og opnaði á farsóttarheimilið að láta vaksínerast.

Ekki hefur enn orðið af þessu. Í staðinn hef ég farið í skólann og í vinnuna, en báðir staðir eru krökkir af viðbjóðslegum aðilum á smitberaaldri.