miðvikudagur, september 13, 2006

Það er bara svona, haltu kjafti

Hvers ráðstöfun er það að í kaffistofum Félagsstofnunar stúdenta skuli ekki boðið upp á annað matarkyns en samlokur kaffærðar í majónesdrullu? Af hverju er þar ekki hægt að framreiða mat eins og hugtakið hefur verið skilið á Vesturlöndum nú um alllanga hríð?