mánudagur, nóvember 06, 2006

Brjálæðingur sem sullar mat framan á sig og er alveg sama

Ég er í of víðri, grænni Russell Athletic-peysu í dag og lít samkvæmt því út eins og vistmaður á stofnun. Þetta uppgötvaði ég þegar ég varð áskynja risastórs og óútskýrðs fitubletts framan á henni áðan. Til að draga taum listrænnar harmóníu verð ég í joggingbuxum á morgun.