fimmtudagur, nóvember 23, 2006

Próf - adieu

Nú er sá tími ársins þegar allt á að gerast en ekki neitt gerist. Þetta er vandamál sem hægt er að leysa með því að afneita efnislegum veruleika, sem birtist manni framar öðru í sjónvarpi, útvarpi (að öðru leyti en sem vinnustað), interneti, dagblöðum, glepjandi skemmtibókum og hressu fólki sem af einhverjum ástæðum vill hafa samneyti við mann. Öllu þessu hafna ég hér með alfarið til 21. desember.